top of page

Hlaðan veitinga- og kaffihús, Hvammstanga


Fjórar elstu dætur mínar vinna á sumrin á Hlöðunni á Hvammstanga sem er veitinga- og kaffihús sem foreldrar mínir eiga. Svo einhver þeirra mun alltaf taka brosandi á móti ykkur þegar þið kíkið við :)

Hvammstangi er 6 km frá þjóðveginum svo það tekur enga stund að renna í bæinn og fá sér kaffi og kökur eða að borða á Hlöðunni, þjónustan snör og til fyrirmyndar ;) Hægt að sleppa við Staðarskála ösina ;) keyra aðeins lengra og borða í ró og næði á Hlöðunni í hjarta Hvammstanga :D Litla gula húsið við lækinn og sjóinn <3

Það er einnig hægt er að sitja fyrir utan og njóta matar og veðurs því það verður oft ansi heitt og gott þarna á pallinum, sannkallað Spánar veður ☼

Hlaðan er mjög kósý staður sem er eiginlega hálfgert safn líka þar sem María móðir mín hefur safnað að sér fullt af gömlum og ótrúlegustu hlutum sem eru þarna til skrauts.

Kökudiskarnir og kaffibollarnir eru úr gömlum stellum og fá nú að njóta rest ævi sinnar á Hlöðunni og finnst mörgum skemmtilegt að fá kaffið sitt í bolla sem rifjar upp gamlar minningar, úr eldhúsinu hjá ömmu eða álíka :)

Spánarblíðan á pallinum aðeins of mikil fyrir Eldon Dýra ☼

Hlaðan er gamalt uppgert hús sem var áður hlaða, fjárhús, fjós og fuglahús.

Og efri hæðin, ég klikkaði aðeins á lýsingunni hér..

Jasmín Jökulrós 7. barnið mitt var skírð hér á loftinu, haldiði að það verði ekki skemmtilegt fyrir bóndadótturina og blómarósina mína að segja frá því síðar að hún hafi nú bara verið skírð í hlöðunni ;)

Hlöðusúpan og nýbakað brauðið slær alltaf í gegn og er eitthvað sem allir ættu að smakka! :)

Svo er auðvitað hægt að fá sér silung, kótilettur, pizzur, panini, grænmetis- og kjúklingabökur, plokkfisk og ég veit ekki hvað og hvað, og þjónustan auðvitað með eindæmum góð :)

Súkkulaðitertan er æði, rabbabara pæið namm og gurótakakan dásemd og......... get haldið endalaust áfram :) Ég er reyndar algjör sælkeri og stenst ekki góðan mömmu bakstur :)

Rabbabarapæ nammm!

Ég drekk varla kaffi en ef ég byrja á því einhvern daginn þá á ég fjóra útlærða kaffi snillinga ;)

Og rúsínan í pylsuendanum...... Hlaðan er komin með Moomin bolla til sölu!!! :D

3500 krónur bollinn, það er bara sama og í bænum, algjör snilld ☆ ☆ ☆

Dætur mína biðja að heilsa og hlakka til að taka á móti ykkur sem flestum í sumar ☼

Sóley Mist og Fanney Sandra

Máney Birta og Perla Ruth

Litla gula húsið við lækinn og sjóinn, alveg í hjarta bæjarins :)

Góð bílastæði hér þar sem ég stend, þegar ég tek þessa mynd, hér fyrir ofan textann ;) og allt um kring reyndar líka

☆ ☆ ☆


bottom of page