top of page

Smábæjarleikar og annar þvælingur


Flottu mínir, jæja okei pabbi þeirra á kannski eitthvað í þeim,

já og kannski hef ég ekkert vit á fótbolta svo kannski fá þeir það líka frá pabba sínum ;)

Þeir spila í sitthvorum flokknum en fengu fyrir tilviljun báðir búning númer 15 sem passaði ágætlega þar sem við erum 15 í fjölskyldunni :)

Undanfarna viku er ég búin að vera eins og jójó og þvælst með krakkana fram og til baka suður og norður, en allt bara stuttar skreppiferðir og útréttingar. Júlí mánuður verður tekinn í lengri stopp og heimsóknir.

Í síðustu ferðinni útréttaði ég um allt með stærðar skyrblett á buxunum í boði Bærons, bara æði! Ég tek oftast föt með til skiptana á krakkana en er ekki enn búin að læra eftir að hafa verið með 10 ungabörn, að það gæti verið sniðugt að taka buxur með á mig til skiptana svona þegar ég er með litla gorma með í för ;)

En vikuna enduðum við sem sagt á Smábæjarleikunum á Blönduósi í brakandi sól ☼

Frosti hógvær, með liðinu sínu ;)

Skjöldur og Frosti kepptu í fótbolta á Smábæjarleikunum, ég og yngstu fjögur dunduðum okkur í leti á milli leikja og þess á milli hlupum við á milli valla til að fylgjast með leikjum beggja bræðra, sem voru oftar en ekki á sama tíma.

Við vorum mætt á Blönduós klukkan 8 fyrri morguninn og klukkan 9 þann síðari.

Ég er 40 mínútur að keyra til Blönduóss, er með sex stykki börn 11 ára og yngri sem þurfti að hafa til, koma út í bíl og vera mætt á Blönduós klukkan 8 á laugardags-

morgni! Þetta var alveg mitt uppáhald ;)

Ég ætlaði að vakna svo snemma fyrri morguninn og gera allt klárt fyrir ferðina, því ég hafði ekki nennt því kvöldinu áður, þetta yrði allt í góðu..

Morguninn eftir slökkti ég á klukkunni, skreið aðeins upp í rúm aftur til að hlýja mér smá og svaf yfir mig! Og til að vera mætt á Blönduós á réttum tíma þá voru til dæmis samlokurnar sem ég hafði ekki nennt að smyrja kvöldinu áður, af því að ég ætlaði að vakna svo senmma í staðin, þær voru bara smurðar á Blönduósi á þeim tíma sem einhver bað um samloku ;) ég henti bara öllu eins og það lagði sig ofan í einn poka áður en ég lagði af stað, frosnu brauðinu, smjörva dollunni, hníf, skinkudallinum, ostinum og af stað í óreimuðum skóm, gafst bara ekki tími í meir, en við mættum á réttum tíma ;)

Á íþróttasvæðinu var þessi grasbrekka með trjám efst, þjónustuhús var upp við annan endann á henni, sem skildi vellina að þar sem strákarnir kepptu, ég marg þrammaði fyrir enda brekkunnar og fram hjá húsinu til að geta fylgst með leikjum hjá þeim báðum.

Þegar við vorum hjá vellinum þar sem Frosti spilaði á þá vorum við alveg upp við enda grasbrekkunnar öðru megin og völlurinn langsum meðfram henni, en völlurinn sem Skjöldur spilaði á var aðeins frá þjónustuhúsinu hinumegin og lág þvert.

Jasmín, Eldon og Myrra hlupu upp og niður og léku sér í brekkunni þegar við vorum að horfa á leik hjá Frosta, en ég fór ekki upp í þessa brekku fyrr en Bæron hljóp af stað upp brekkuna og í hvarf, þetta var í síðasta leik bræðranna og þeir að spila á sama tíma á sitthvorum vellinum, þarna stekk ég af stað upp brekkuna, ekki þeim megin sem þjónustuhúsið var heldur við hinn endann, og á eftir Bæron, þegar ég er komin efst í brekkuna þá blasti við mér völlurinn sem Skjöldur var að spila á, þannig að þegar ég stóð þarna efst uppi í grasbrekkunni þá gat ég horft á leik þeirra beggja!

Nokkrar myndir frá vikunni.

Myrra er ekki alveg sátt við að þessi gulu blóm eru sóleyjar, Sóley systir hennar er bara Sóley ❤

Uppáhalds veitingastaður Skjaldar og Frosta í bænum er Ikea! Þó þeir megi velja hvaða stað sem er þá velja þeir Ikea. Því ef þeir eru sneggri en við að borða þá geta þeir hlaupið niður og farið í Playstation 4, sniðugir ;)

Hittum á Fanney í bænum og buðum henni út að borða.... í Ikea ;)

Og auðvitað ís á eftir :D

Á sumrin er ég oftast bara með yngrideildina á þvælingi, eldri dömurnar koma stundum með en þó oftast í skemmtilegri planaðar ferðir og frí.

Skildi langaði svo í tafl svo auðvitað reddaði ég því :D

Vá hvað þá langar í svona sem hægt er að hafa bara úti í garði


bottom of page