top of page

Skjöldur Jökull 11 ára


Skjöldur Jökull varð 11 ára núna 14. júní og héldum við upp á afmælið á þeim degi með smá sautjánda júní anda og buðum öllum bekkjarsystkinum hans í veislu frá klukkan 13-18.

Skjöldur var alsæll með afmælisdaginn, krakkarnir höfðu nóg að gera alla veisluna, það var trampólín, boxað í hoppukastala, fótbolti, naglalökkun, teiknikeppni milli liða, bingó og þegar við vorum á leið í skotbolta þá fóru foreldrar að streyma að og ná í krakkana.

Skjöldur Jökull 11 ára með poppfötuna góðu :D

Skjöldur fékk tafl, sem hann langaði svo mikið í, ásamt fleiri skemmtilegum spilum, talstöðvar og margt fleira. Talstöðvarnar eru snilld, Skjöldur og Frosti tóku þær með sér inn á Hvammstanga á fótboltaæfingar, sem eru hver á eftir annarri hjá þeim, sem varð til að ég slapp við að leita Skjöld uppi eftir Frosta æfingu, því þeir gátu talað sín á milli með talstöðunum og staðsettning Skjaldar þá komin, þeir eru snillingar :)

Strákarnir voru líka að tala um að þeim langaði í 7000 króna nærbuxur í afmælisgjöf, þeir þurftu að endurtaka settninguna nokkru sinnum áður en ég náði því loksins að þeir væru að biðja um “Nerf byssur” ;)

Það er svolítið nýtt að vera með 11 ára son, ég er búin að eiga fjórar 11 ára dætur og veit hvernig það gengur fyrir sig en 11 ára sonur, ég er ekki alveg með eins mikla reynslu í því, ég verð orðin sprenglærð í uppeldi unglings drengja þegar kemur að fjórða syninum :D

Nei nei þetta er ekki svo slæmt, ég hef verið með nokkra drengi í láni og allt gengið vel með þá ;)

Vinkona mín í Danmörk leigir oft krapvél þar fyrir hin ýmsu tækifæri, þetta hafði ekki einu sinni hvarflað að mér, en fannst þetta svo sniðug hugmynd að ég fór að skoða þetta hér heima og auðvitað gat ég leigt krapvél hjá Ísbúð Garðabæjar, algjör snilld og krakkarnir öll mjög sátt með þetta uppátæki mitt :)

Skjöldur var alveg í skýjunum yfir boxhringnum! Skemmtilegt ehf. ber alveg nafn með rentu, þetta var bara skemmtilegt :D

Garðbekkirnir tveir komu alveg að góðum notum ;)

Afmælisbarnið og gestir, Eldon og frændi hans voru of uppteknir fyrir myndatöku

teiknikeppni, eitt liðið grúfði sig út í horni, rétt sést í koll, það má sko ekkert kíkja í svona keppni ;)

Bingó

Naglalökkun, stelpurnar vildu naglalakka strákana en þeir virtust ekki hafa neinn áhuga ;)

Eldon og Óskar (sonur Gísla bróður míns) :)

Sóley, Máney og Magnea (dóttir Gísla) komu heim um kvöldið til að geta boxað og knúsað afmælisdrenginn ;)

Sóley með afmælisdrengnum

Máney og afmæliskúturinn ;)

Skjöldur og Bæron

Og það var boxað alveg fram að háttatíma :)

Í fyrra var ég bilað skipulögð og hélt upp á afmæli Skjaldar, Frosta og Jasmínar allra saman og bauð í afmælið með dags fyrirvara! Veðurspáin bauð upp á svo dásamlegt veður að ég varð bara að nýta það. Núna ákváðum við að allir fengju sína veisluna hver og ég að reyna mitt besta í að vera aðeins tímanlegri, bauð meira að segja í afmæli Skjaldar alveg með viku fyrirvara, pantaði á sama degi hoppukastala, krapvél og köku, bakaði og smellti snúðum og smápítsum í frysti.

Gerði prufu af karamellupoppi sem ég var svo spennt fyrir, það heppnaðist æðislega vel og var mjög gott, en þegar ég gerði það svo aftur á afmælisdaginn, þá var ég að flýta mér aðeins of mikið að ég skellti karamellunni á poppið þegar það var enn heitt og karamellan bráðnaði inn í poppið og misheppnaðist algjörlega, það var því ekki karamellupopp í þessu afmæli :)

Ég sem ætlaði að vera svo sniðug, vera búin að prófa nýja uppskrift fyrir veislu í þetta skiptið, hvort hún myndi ganga upp eða ekki, en þetta fór víst eitthvað aðeins öðruvísi en ég hafði ætlað mér.

Ég á það nefninlega til að prófa nýjar uppskriftir fyrir veislur, án þess að vera búin að prófa eða smakka þær áður, sem eru oft svo bara ekkert góðar eða misheppnast herfilega hjá mér ;) Eins og í útskriftarveislu Fanneyjar, þá var ég í svona ofurhuga gír og prófaði 2 nýjar kökur, allavega þá eyddi ég fullt af tíma í að útbúa þær daginn fyrir veisluna og þær urðu bara eftir heima og komust aldrei á veisluborðið því þær voru svo misheppnaðar og ljótar :)

Geðveikt sniðug að hafa lært af þessu og klúðra samt karamellupoppi rétt fyrir veislu, ég get allt! ;)


bottom of page