top of page

Enn og aftur þessi hvíti kirtill!


Heyrðu ég er bara að slá nýtt met! Ég er byrjuð að plana afmæli Skjaldar sem er núna 14. júní, ekki alveg full mótað en er búin að bjóða gestunum, er að fara að huga að veitingunum og er meira að segja byrjuð að plana aðeins afmæli Jasmínar og Frosta sem eru núna 26. júní og 22. júlí. Þetta er mjög stórt skref, því ég ætla alltaf að vera tímanlega í þessu en enda oftast á því að bjóða í afmæli daginn áður, eins og var með afmæli krakkanna síðasta sumar og já afmæli Fanneyjar núna í maí.

Það verður allavega æðislegt ef ég næ að framkvæma það sem ég er með í huga fyrir afmælin :) Mér finnst afmæli Skjaldar, Frosta og Jasmínar alltaf svo æðisleg því þau eru á sumrin og það hittir alltaf á svo gott veður á þessum dögum, þá getum við haldið afmælið að mestu út í garði sem gerir daginn enn skemmtilegri.

En þetta er í fyrsta skipti sem ég mun ekki reyna mitt besta í að uppfylla helstu óskir barnanna varðandi afmælisgjafir, þar sem Frosti Sólon er enn með þetta að helst langi hann í hvítan kirtil! og það er bara eitthvað sem ég get engan vegin... ;)

Annars finnst mér afmælisgjafa óskalistinn hans æði, fótbolti sýnist mér eiga hug hans allan og ævintýralöngun :) Kompás, minnisbók og tjald, algjör krúttkarl. Jú og tæknin er þarna líka gsm sími, Ipad, heyrnatól og tölvuúr, ég hef allavega úr nægu að velja handa honum :) Skjöldur skrifaði nú ekki lista en hann langar líka í fótbolta tengda- hluti og klæðnað, gsm síma, taflborð, talstöðvar og eitthvað fleira. Jasmín langar bara í allt sem er fallegt, já og úr :) Við erum að fara norður á morgun og suður á mánudaginn svo ég fæ kannski bara valkvíða hvar ég eigi að kaupa afmælisgjafirnar og enda á að panta þær bara af netinu og fæ þær sendar með pósti ;)

love it ;)

Annars eru hér nokkrar sætar frá gærdeginum :)

Eldon Dýri Jack Sparrow

Skjöldur búinn á fótboltaæfingu og við að dunda okkur á tjaldstæðinu á meðan Frosti var á æfingu

Frosti í grænni peysu með boltann. Landslagið í Hvamminum er gordjöss! svo er tjaldstæðið þarna bara rétt hjá, æðisleg staðsetning :)

Komin heim í Eyjanes, brauð í poka bragðast mun betur heldur en án pokans!

Einn fór upp í tré...

Svo önnur

þriðja

og sá fjórði :) Við tímum ekki að taka tréin þó þau séu ljót því börnin leika sér endalaust í kringum þau og að klifra í þeim

☼ ☼ ☼


bottom of page