top of page

Duglegu dúllusnúðarnir mínir


Elsku Jasmín Jökulrós snillingurinn minn kom sér upp svo dásamlega sætri rútínu í vetur og hefur alveg haldið sig við þessa athöfn sína Jasmín fékk sem sagt rauðan jólasveinabolla í skóinn um síðustu jól, bollinn hitti svona innilega í mark að í hvert sinn sem hún kemur inn og er pínu köld á höndum eða kinnum þá byrjar hún á að blanda sér heitt kakó til að hlýja sér ;)

Mér finnst þetta svo dásamlegt hjá henni og reyni að eiga alltaf til míní sykurpúða til að gera þetta enn skemmtilegra fyrir hana. Hún er reyndar enn með þennan jólabolla, sem er fínn í desember mánuði, en það er að koma júní! Henni finnst ekki koma til greina að drekka heitt kakó úr glasi það gengur bara ekki upp, skiljanlega! ;) En Jasmín á afmæli 26. júní svo ég ætla að þola jólabollann fram að þeim degi, við mæðgur verðum svo jafn ánægðar með einn af afmælispökkunum hennar sem ég er klárlega búin að ákveða hvað verður :)

Jasmín er sem sagt alveg að verða 6 ára og er að klára 1. bekk núna í byrjun júní :) Hún er svo dugleg og gengur svo vel, hún elskar að lesa og er svo snögg að reikna að ég segi henni oft að hún sé jafn snögg og vasareiknir, henni finnst það mjög fyndið og skemmtilegt. Uppáhaldið hjá henni þessa dagana er að baka og vesenast í eldhúsinu, já og spila, hún gæti spilað allan daginn ef hún hefði spilafélaga, verð að kenna henni að leggja kapal ;)

Svo er Eldon Dýri alveg að fara að lesa, hann kann alla stafina, getur lesið orð með 2 og 3 stöfum og er á fullu að æfa sig í að skrifa :) Myrra situr oftast hjá okkur þegar hann er að æfa sig svo hún þekkir orðið flesta stafina. Það er svo gaman að henni þegar hún er að skoða stafina, hún dettur inn í myndirnar sem fylgja og segir svo skemmtilega frá hvað er að gerast þar og hefur stundum svo dásamlega sýn á myndunum og getur hlegið og hlegið sínum dásamlega hlátri, litla skottan ❤❤

Jasmín Jökulrós duglega daman mín☆

Fyrir Eldon Dýra 4 ára að skrifa upp nöfnin okkar slagar nú bara hátt upp í BA ritgerð fyrir fullorðna ;)

Jasmín bakari með dyggan stuðning litlu systur

❤ ❤


bottom of page