Fanney mín 18 ára
Elsku Fanney Sandra varð 18 ára þann 25. maí. Alveg finnst mér þetta óskiljanlegt að tvær af dætrum mínum séu orðnar sjálfráða! guði sé lof fyrir að ég eigi börn sem eru 1 og 2 ára, já og 4 og 5 ára (og einhvern slatta aðeins eldri), bara svona til að halda mér ungri, án þeirra væri ég nú eitthvað farin að efast um minn aldur ;)
Allavega til að halda upp á stóra dag Fanneyjar þá skruppum við til Reykjavíkur og héldum veislu í tilefni dagsins. Eins og mér einni er lagið þá var fyrirvarinn enginn og var ég á leiðinni suður daginn fyrir afmælið að bjóða fólki til veislu, að kíkja til okkar í Hlöðusúpu og kökur, og á sama tíma var ég að hugsa hvernig kökur ég næði að töfra fram á núll einni. En þetta hafðist nú allt, og gestunum fannst þetta held ég bara ágætis tilbreyting, að kíkja á okkur í kvöldmat og sleppa við uppvask eitt kvöld og pælingar um hvað eigi að hafa í matinn ;)
Einhverra hluta vegna tókst mér að verða veik fyrripart dags sem er alls ekki líkt mér og ég hafði engan veginn tíma í (ég held að þetta hafi bara verið móðureðlið að mótmæla og reyna að koma í veg fyrir að dóttirin yrði fullorðin og sjálfráða ;) ) en ég reif mig upp og gerði súpuna því við áttum von á gestum og það kom ekki til greina að aflýsa veislunni, ég yrði þá bara að vera smá hrúgald út í horni en ég var með allt of mikinn mat svo gestirnir yrðu bara að mæta og borða ;)
Ég tók með mér suður dúk, blómavasa, kertastjaka og allslags dúllerí til að dekka borð og gera fínt en tíminn flýgur líka hratt í Reykjavík svo ég náði ekki að strauja dúkinn né kaupa blóm svo allt dúllerí beið bara tilbúið til heimferðar í kassanum þegar við fórum að ganga frá og pakka saman ;) En börnin voru böðuð, íbúðin hrein, fullt af mat og skemmtilegu fólki, ég var orðin hress og Fanney mín ánægð svo þetta small allt dásamlega saman :)
Fanney Sandra 18 ára ❤
h
Fanney Sandra afmælis bjútíbína með yngri deildinni ❤
Aðeins of brjálaður litur í bakgrunn en sætir eru þessir snúðar mínir, Eldon með súkkulaðinu og alles ;)
❤ ❤ ❤