top of page

Góður hitabrúsi er algjör snilld við pelagjöf ungbarna


Hitabrúsi var snilldar ráðið mitt þegar ég var með ungabörn á pela.

Ég er sem sagt alltaf eitthvað á flakki og vil hafa allt eins þægilegt og hægt er og þess vegna keypti ég mér dásamlega bleikan hitabrúsa, alveg ofboðslega góðan sem hélt hitastigi vatnsins alveg réttu.

Ég lokaði hitabrúsanum þegar hitastig vatnsins var orðið rétt, smellti mér af stað og þegar tími var kominn á pelagjöf, hvar sem við vorum stödd, þá hellti ég volgu vatninu í pela, mjólkurduftinu út í og pelinn reddí!

Allir glaðir og engin bið :)

Ekkert stopp í sjoppum eða kaffihúsum til að hita eða kæla pela, með svangt barn á öxlinni sem varð ekkert rórra þó ég segði með mjúkri hughreystandi röddu að ég væri að útbúa pela, en nóbb það virkaði ekki!

Ég man hvað mér fannst óþægilegt í flugi, að vera upp á aðra komin, flugfreyjurnar tóku hjá mér kaldan pela, fóru með aftur í til að hita og ég endalaust að að spurja hvort pelinn væri orðinn góður, eða að ég fékk heitt vatn hjá þeim sem ég kældi niður í sætinu hjá mér. Hef semsagt prófað ýmislegt en elsku hitabrúsinn virkaði best

og ég þá sjálf með fulla stjórn á aðstæðum ;)

Ég veit reyndar ekki hvernig aðrir fara að með pelagjöf en þetta finnst mér snilld og nýtist kannski fleirum :)

Þessi netta og fallega elska er búin að fara víða og lenda í ýmsu enda farin að láta á sjá, þolir allt og ekki með brothætt innvols.


bottom of page