top of page

Æðibitar


Eldon ljómaði af ánægju í gærkvöldi þegar hann fór að sofa og sagði mér að hann hefði haldið á skúffuköku í hendinni og labbað um í fjárhúsunum á meðan hann borðaði hana! Þvílíkur töffari og þvílík upplifun ;)

Hann er 4 ára og man greinilega ekki mikið eftir sauðburði fyrir ári síðan eða síðasta sumri þar sem flest allir kaffitímar voru út í garði, en jú núna er hann vanur að borða nýbakaða skúffuköku á disk við eldhúsborðið og með gaffli svo þessi upplifun alveg toppaði daginn hans :)

Dásamleg myndasyrpa þar sem Frosti og Eldon voru hjá heimalingunum og heimalingarnir urðu aðeins of ágengir :)

Eldon Dýri og Frosti Sólon æðibitar


bottom of page