top of page

Smá forskot tekið á sæluna


Lokaprófin hjá mér búin, bara ein verkefnaskil eftir en við bara gátum ekki beðið lengur og tókum smá forskot á sumarfríið. Skelltum okkur í bæinn og fórum í Þjóðleikhúsið á Hróa Hött. Sýningin var æðisleg, Gói er náttúrulega bara snillingur og Salka Sól alveg frábær. Krakkarnir voru mjög ánægð með leikritið, sviðsmyndin var ótrúlega skemmtileg og langaði þeim flestum að prófa að hlaupa upp brattann og renna sér niður ;) Allir alveg til fyrirmyndar og horfðu stillt á sýninguna til enda. Skjöldur hafði orð á því eftir sýninguna að þetta væri besta leiksýning sem hann hefur séð til þessa

Dásamlegu börnin mín á yndislegum degi, tókum nokkrar tilraunir í að ná mynd þar sem allir horfðu á myndavélina ;) Bæron var ansi snöggur að hlaupa af stað svo ég varð að vera snögg að smella af og vona það besta

Aldursröðin mín ❤ Bæron var ekkert á hraðferð hér en sól og vindur vildu setja sinn svip á myndina

Elsku Eldon minn búinn að hrufla á sér nefið og sólin enn að trufla hann, sólgleraugu komin á innkaupalistann √

❤ ❤ ❤

Sigrún Elísabeth


bottom of page