top of page

Sumarið er alveg að koma


Myrra Venus sumargyðjan ❤

Námsönnin er að verða búin og einbeiting mín einnig :)

Núna hugsa ég bara um að það er alveg að koma sumar.......

Endalaust mikið sem ég ætla að gera og fullt eftir að plana. Fanney mín á afmæli núna 25. maí og mig langar að byrja á þeim plönum, hún er að verða 18 ára! Skjöldur á afmæli 14. júní, Jasmín er 26. júní, ég á afmæli 19. júlí og Frosti 22. júlí svo nóg af skemmtilegum planleggingum bara fyrir afmælin.

Mig langar líka svo mikið að gera garðinn fínan fyrir sumarið, grill, garðborð og eitthvað dúllerí svo hægt sé að njóta þess að vera úti í garði, vona innilega að það verði af þeim draumum mínum. Einbeiting mín er semsagt komin ansi langt frá námsbókunum, inn í sumarið og ég farin að brain storma á fullu um allt sem mig langar til að gera og græja. Já og einmitt núna í miðjum prófalestri fékk ég þessa snilldar hugmynd að búa til bloggsíðu! Það tók alveg smá tíma og hefði alveg mátt bíða fram yfir lokapróf ;) Bloggsíðan er allavega hér svo fínesera ég hana eftir prófin :)

 


bottom of page