• Sigrún Bibbi

Himnaríki á Suðurlandsbrautinni


Við Albert skelltum okkur yfir Holtavörðuheiði á smá date ❤ Sem varð reyndar að heimsókn í himnaríki!

Já við ákváðum að gerast þvílíkt djörf og fara á date lengra en Staðarskáli ;)

Sunnudagur varð fyrir valinu og eins og mér einni er lagið, þá fórum við af stað til Reykjavíkur og plön voru smíðuð símleiðis í bílnum á leiðinni. Þar sem við vorum á annað borð að gera okkur dagamun, þá var um að gera að gera það með stæl ☆

Svo við bókuðum okkur inn í himnaríki, sem er á Suðurlandsbrautinni :) Ég hef marg oft keyrt þarna fram hjá og hafði enga vitneskju um dásemdina sem leyndist þarna fyrir innan!

Starfsfólkið í móttökunni á Hilton Reykjavík Nordica lagði línurnar að dásamlegu innliti okkar í himnaríki, með æðislegri móttöku og viðmóti, sem litaði alla upplifun og dvöl okkar á hótelinu. Frábær sólahringur frá upphafi til enda. Og starfsfólk hótelsins bætir heilli stjörnu á hótelið ef ekki meira.

Hótelið er æðislegt, kósýheit út í gegn! Herbergið okkar var á níundu hæð, mjög flott og ekki hægt að komast ofar í himnaríki ☆

Á áttundu hæð er Executive lounge, eða dekur betri stofan með himneskum veitingum og dekri og auðvitað urðum við að njótta þeirra allsnægta einnig ;) Nutum þarna dekurs um kvöldið og í morguverðinum í dag.

Eftir himneska dekurstund borðuðum við á Hereford steikhúsi, þar sem dásemdin hélt áfram. Við erum auðvitað heimsins bestu foreldrar svo við heyrðum í öllum börnunum okkar sem voru stödd á suðurlandinu og buðum þeim sem komust að borða með okkur☆ við náttúrulega kunnum bara ekki að vera bara tvö ;)

En já dásemdin hélt áfram á Hereford, þjónustan var fullkomin, maturinn var æðislegur, humarsúpan alltaf æðisleg hjá þeim, nautakjötið gjörsamlega bráðnaði og eftirrétturinn æði :) Ég meira að segja heillaðist upp úr skónum af snyrtingunni á staðnum hahaha :D Þar var Meraki handsápa, og hilla full af ýmsum nauðsynjum á baðherbergi.

Og vá hvað flott þjónusta og umgjörð hefur mikil áhrif, hækkar staðal stundarinnar alveg helling! ☆

Mín ❤ Albert, Örn, Perla, Máney og Fanney

Símamyndgæðin mín ekki alveg upp á 10 : / en ég á þessi öll engu að síður og þau eru æði :)

Keiluhöllin var aðeins of langt frá og ekki langt í lokun svo við smelltum okkur í billjard. Hugmyndaflugið náði nú ekki lengra, hvað hægt væri að gera í bænum þar sem við vorum ekki alveg tilbúin að splitta liði strax.

Mér fannst gólfteppið á göngum hótelsins æðislegt! :D Hvíta mynstrið er svo skemmtilega hlykkjað, algjör snilld fyrir fólk sem er að koma upp á herbergi aðeins ölvað, labbar gangana og heldur að það labbi þráðbeint þar sem það nær að fylgja hvítu línunni svona vel hahaha ;)

Morgunkaffi í dekurstofunni sem fer mér alveg einstaklega vel ;)

Æðislega kósí og jólalegt hjá okkur á áttundu hæð í dekrinu ❤

Ég heillast svo af svona, umgjörð, bara að súkkulaðimuffins var bréfi, ég er algjör sökker ;)

Þessar glerkrukkur fullar af sælgæti eru í lobbýinu! æðislegt!! Allt svona auka sem gerir svo mikið

High tea upp á herbergi! Sko þessi heimsókn var gjörsamlega draumi líkust...

Fyrir mér er Hilton Reykjavík Nordica himnaríki ☆☆☆☆☆

Dásemd, dekur, þjónustan, umhverfið, allt alveg toppurinn.

Þessi dekurpakki verður hér eftir á óskalistanum mínum :D

Við reyndar kunnum ekki alveg á svona frí, ég vildi njóta svo mikið að ég er eiginlega bara mjög þreytt eftir þetta frí :D En virkilega þakklát og hamingjusöm með þessa ferð ❤


2,826 views

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle