• Sigrún Bibbi

Það er alveg að koma að þessu :D


Ég veit að ég er á leið í verslunarferð til Glasgow, ég fór í Bónus og fyllti heimilið af mat svo það væri eitthvað til á meðan húsmóðirin væri að heiman. Samt fékk ég áfall í kvöld hvað tímanum líður, allt í einu er bara að koma að þessu og ég átti eftir að skrifa niður hvað alla vantaði, í hvaða stærðum og bara fara yfir þetta allt og hvernig þetta á að vera!!

Ég er búin að vera á fullu að læra undanfarna daga, til að geta farið í þessa ferð og hef bara gleymt að fylgjast með að tíminn flýgur áfram.

Það var námslota á Akureyri núna um helgina, sem ég komst ekki í. Það er skyldumæting í lotur þó við séum í fjarnámi, núna var skil á 20% verkefni + 5% fyrir mætingu. Og við sem komumst ekki missum 5 prósentin og getum bara fengið helminginn af 20% einkunninni :( Svo þó maður fengi 10 fyrir verkefnið þá yrði einkunnin bara 5! :( Þurfti smá stund til að syrgja þetta tap ;)

En annars þá hentist ég í það í kvöld að skrifa grófann innkaupalista og fatastærðir, prentaði út farseðla og fann til töskuvogina, er maður þá ekki bara góður :D

Ekki alveg svo gott, þar sem það er endalaust mikið að læra í þessu námi og ekki séns að taka sér daga í frí án lærdóms, þá tek ég fartölvuna með mér út og 2 námsbækur. Sem er svolítið slæmt því þetta tekur af farangursþyngdinni á leiðinni heim ;)

Undanfarið þegar ég hef farið erlendis eingöngu gagngert til að versla, þá versla ég frá morgni til kvölds, fer upp á hótel, læri fram á nótt og svo sama rútína daginn eftir....... þetta er mun skemmtilegra en það hljómar hahaha :D

En annars er ekkert að frétta í raun, helgin hér heima var drullupollar, smalamennska, góður matur, lærdómur og upphugsa sniðugar jólagjafa hugmyndir...

Sóley snillingur stóð fyrir fénu, með yngstu deildina með sér ☆

Þau eru æði :D

Svo dugleg! ☆ ☆ ☆

Myrra Venus með gamla húfu af systur sinni. Eins og hvað það er nú æðislega sætt og sniðugt að hafa börnin í merktum fötum þá er það ekki alveg jafn sniðugt þegar fötin ganga til næstu barna ;) En þessi húfu er bara notuð heima við, þó hún sé æðislega falleg, nafnið á barninu er bara ekki rétt stafað ;)

En mér finnst merkt handklæði til dæmis æðisleg. Börnin mín eiga öll þannig og mér finnst æðislegt að gefa börnum merkt handklæði því þau endast börnunum í mörg ár.

Það er gat á þakrennunni á húsinu, svo í rigningu myndast dásamleg vatnsbuna í garðinum hjá okkur og krakkarnir geta dundað sér þar endalaust lengi að leika sér og sulla, ég held að við (eða kannski bara Albert ;) munum ekki gera við þetta fyrr en börnin eru orðin eldri, sökum skemmtanagildis :D

Hér er sko hægt að sulla og dunda sér :)

Slettist aðeins á mann frá garðsturtunni :D :D


904 views

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle