• Sigrún Bibbi

Þjóðhátíð 2016 √


Fjölskylduhátíðinni Þjóðhátíð í Eyjum 2016 lokið og við lifðum það af ;) Helgin var reyndar æðisleg! Það var hlýtt allan tímann og sól á daginn sem gerði helgina mun skemmtilegri og auðveldaði allt varðandi yngstu börnin. Við slógum upp tjaldbúðum í garðinum hjá annarri af systrum Alberts sem búa í Eyjum. Mögulega hefði þurft grenndarkynningu á tjaldbúðunum og fjörinu í garðinum en þetta slapp til þetta árið ;)

Perla kom ekki með okkur en hún mun 100% koma með á næsta ári ;) Magnea dóttir Gísla bróður míns kom með okkur í staðin, svo kom Arna elsta dóttir Alberts og var líka með okkur yfir helgina.

Við vorum með systkinakerru og einsæta kerru með okkur svo við löbbuðum í dalinn á fjölskyldudagskrána á daginn og kaffitími í hvítatjaldinu. Strollan svo öll heim í kvöldmat, börnum pakkað í útigalla, kerrurnar fylltar af allslags snakki og drykkjum og allir aftur í dalinn eftir mat, í brekkuna og nutum kvölddagskránnar :D

Helgin gekk æðislega vel fyrir sig, ekkert mál að vera með börnin í dalnum og allt bara æðislegt.

Yngstadeildin var öll með þjóðhátíðarlagið á hreinu og sungu með, meira að segja Bæron, hann hummaði og klappaði á réttum stöðum :)

Ég er alveg til í að Sverrir Bergmann sjái aftur um Þjóðhátíðarlagið á næsta ári ;) Lagið núna og lagið 2012 eru bæði snilld svo hann er alveg eitthvað að virka kallinn ;)

Þetta ferðapúsl okkar endaði þannig að bíllinn, ég og yngstu tvö, áttum ferð með Herjólf klukkan 23 á föstudagskvöldinu, það var eini tíminn sem var laust fyrir bíl. Albert og restin af okkur áttu ferð klukkan 8 um morguninn, þá næðu krakkarnir líka dagskrá föstudagsins svo það var í góðu. Það voru bara þessar tvær ferðir í boði fyrir farþega, klukkan 8 eða 23.

Við þurftum að fara á tveim bílum til Landeyjarhafnar, ætluðum að skilja annan eftir þar en settum báða bílana á biðlista og krosslögðum fingur að við kæmumst með í ferðinni um morguninn. Það tókst, svo eftir mikla spennu þá komumst við öll og bílarnir í Herjólf klukkan átta á föstudagsmorgninum :D

Heimleiðin gekk hinsvegar aðeins öðruvísi, því þá átti bíllinn okkar ferð klukkann 19 á mánudeginum en við öll klukkan 21, já og bíll Fanneyjar átti ekki ferð fyrr en á föstudeginum fjórum dögum síðar.

Ég þurfti sem sagt að bóka hjá Herjólfi, Dalurinn.is og fá ÍBV í lið með mér til að bóka ferðina því við ákváðum svo seint að skella okkur, svo okkur var bent á að bóka þetta svona og að það hlyti að vera pláss og allt myndi ganga upp.

Við Albert og sex yngstu börnin, eða við sem vorum í okkar bíl komumst öll í Herjólf klukkan 19 með bílnum en eldri dömurnar sem voru á hinum bílnum, þær komust ekki heim fyrr en með fyrstu ferð daginn eftir, því þó þær áttu miða um kvöldið þá átti bíllinn ekki ferð.

Ég mun líklegast bóka í forsölu fyrir Þjóðhátíð 2017 hvort sem við munum fara eða endum á að selja miðana. Ég ætla allavega ekki að standa í svona óvissupúsli aftur ;) En þrátt fyrir þetta þá situr bara eftir gleði og helgin var æðisleg :*

Í Herjólfi klukkan átta um föstudagsmorguninn, vííí ;)

Hvítatjaldið! Systur Alberts sem búa í Eyjum þær Jóhanna og Guðrún og fjölskylda Guðrúnar. Þvílíkt hugað fólk að bjóða okkur velkomin og að njóta helgarinnar með sér ;) :D

Alveg ómissandi á Þjóðhátíð er humarsalatið hennar Jóhönnu, nammm!!

Dalurinn, nokkrar manneskjur komnar í brekkuna þarna á laugardagskvöldinu ;)

Svona var veðrið alla helgina sól og sæla og æðislegt :D

Brúðuleikhúsið var meðal annars á barnaskemmtuninni á daginn

Mín sátu og horfðu á Lilla apa, söguna um geiturnar þrjár og tröllið undir brúnni og fleiri sögur :)

Svo varð auðvitað að skoða risa boltann sem við gengum framhjá í hvert skipti sem við fórum í dalinn og til baka :)

Tjaldbúðir í uppbyggingu, æðislegt hvað sólin stóð sig vel þessa helgi. Tók reyndar svolítið lengri tíma að tjalda vegna sólarinnar, vinnufólkið (börnin mín) skelltu sér bara í sólbað við hálfnað verk ;)

:D

Sóley, Fanney og Magnea

Sóley, Magnea og Máney

Það tilheyrir stemningunni í brekkunni að fá allslags snakk, drykki og dót sem lýsir í myrkri :)

Algjör snilld að vera með barnakerrur sem hægt er að fylla af góssi þegar litla fólkið er fleira en eitt eða tvö með í för ;)

Bæron að knúsa Eldon mikil ást alltaf í brekkunni á Þjóðhátíð, sama á hvaða aldri fólk er :)

Sóley að spilla systkinum sínum og mætti með candyflos á línuna, sést að hún skammast sín ekkert hahaha :D

Myrra sofnuð þetta kvöldið

❤ ❤ ❤

Jasmín, Eldon, Skjöldur og Frosti

Nýtt kvöld sama gleðin :) Eldon Dýri og Myrra Venus.

Hlýtt úti, með popp í brekkunni, gæti ekki verið betra :)

Frosti Sólon

Þessir tveir reyndu að sannfæra okkur um að þeir væru með geislabaug, sem er reyndar alveg rétt hjá þeim :D

Elsta- og yngsta systirin :) Arna og Myrra

Kerrurnar í brekkunni ;)

Blysin og mannfjöldinn á sunnudagskvöldinu

Tveir uppgefnir

Vestmannaeyjar

Ástæðan fyrir því af hverju ég vil ekki fara án bílsins á Þjóðhátíð ;) farangur fyrir 12 manns í tjaldútilegu þar sem allra veðra von er. Pollagallar og stígvél voru sem betur fer óhreifð inn í bíl alla helgina :)

Yndislegi Toyota Hiace bíllinn minn sem getur allt ;)


249 views

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle