• Sigrún Bibbi

Súper fljótleg og góð skúffukaka


Súkkulaði kaka

2 bollar hveiti

1 og 1/2 bolli sykur

1 og 1/2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. matarsódi

4 msk. kakó

2 stk egg

150gr. brætt smjörlíki

1 bolli mjólk

Þurrefnin sett saman í skál, svo mjólk, egg og smjör útí og allt hrært saman,

hún er svo auðveld og þægileg að ég hræri hana alltaf bara í skál og með pískara, en auðvitað fínt að nota handþeytara eða hrærivél :)

baka á 180° í ca. 12-15 mín (fer reyndar alltaf eftir ofni)

Börnin mín skiptast ansi oft í tvennt hvað varðar matarsmekk og því set ég kókosmjöl á helming kökunna og skrautsykur á hinn og geri auðvitað eplakökur með og án epla ;)

Skjöldur og Bæron í körfubolta <3

❤ ❤


665 views

Sigrún Elísabeth 

Siðustu færslur

January 2, 2020

October 4, 2019

July 4, 2019

April 21, 2019

March 18, 2019

January 10, 2019

December 11, 2018

Please reload

Please reload

  • Facebook - Black Circle
  • Instagram - Black Circle