December 11, 2018
Það sem mér dettur í hug!
Um miðjan nóvember fór ég í smá húsnæðispælingar, ákvað ég athuga þetta aðeins og fór og skoðaði þrjú hús. Jú jú mér leist mjög vel á eitt húsanna en var ekkert komin lengra í pælingum.
Í lok nóvember heyrir fasteignasalinn í mér um að ef ég er að spá í þessu tiltekna húsi þá verði ég að vera snögg til og ég hafi séns til að kaupa það til hádegis 30. nóvember.
Ég hef því samband við bankann samdægurs 27. nóvember og bið um að allt verði sett á fullt, sem bókstaflega var gert.
Um klukkan þrjú á föstudeginum 30. nóvember hefur bankinn samband við mig, ég hringi í fasteignasalann og segist kaupa húsið.
Í gær 10. desember skrifaði ég undir kaupsamning, fékk afhenta lykla af húsinu, tengdasonur minn og faðir hans rifu niður veggi og við verðum flutt inn fyrir jól!
Af hverju í ósköpunum ætti ég að fara að byrja á einhverri lognmollu í kring um okkur núna. hahaha, meira bullið :)
Svo langþráða rólegheita jólafríið mitt við lestur verður eitthvað með aðeins öðru sniði...
August 16, 2018
Síðastliðin vika er búin að vera ansi mögnuð, sannkölluð gleðiuppskeruvika með mörgum stórum viðburðum.
Við meðal annars fórum í kaffi til forseta okkar á Bessastaði. Það er alveg með eindæmum hvað við þjóðin eigum flottan forseta.
Jasmín fattaði eftir heimsóknina að hún gleymdi að segja Guðna að þau eiga afmæli sama dag, sem henni þykir ansi skemmtilegt.
Frosti var hins vegar með allt á tæru og naut þess að fá að tala við Guðna og spyrja hann hinna ýmsu spurninga, jafnvel aðeins of margra spurninga.
Ég heillaðist upp úr skónum af rúmgóðri borðstofunni og borðstofuborðinu sem rúmaði alla til borðs og mun fleiri til. Einnig var ég heilluð af framkomu forsetans og starfsfólksins.
Heimsóknin var mjög áhugaverð og skemmtileg og þykir mér mikill heiður að hafa fengið heimboð á Bessastaði.
Við Myrra fórum einnig í vikunni upp á gjörgæsludeild og þökkuðum dásamlega starfsfólkinu þar fyrir okkur. Ég er starfsfólkinu innilega þakklát og það var yndislegt a...
November 21, 2016
Við Albert skelltum okkur yfir Holtavörðuheiði á smá date ❤ Sem varð reyndar að heimsókn í himnaríki!
Já við ákváðum að gerast þvílíkt djörf og fara á date lengra en Staðarskáli ;)
Sunnudagur varð fyrir valinu og eins og mér einni er lagið, þá fórum við af stað til Reykjavíkur og plön voru smíðuð símleiðis í bílnum á leiðinni. Þar sem við vorum á annað borð að gera okkur dagamun, þá var um að gera að gera það með stæl ☆
Svo við bókuðum okkur inn í himnaríki, sem er á Suðurlandsbrautinni :) Ég hef marg oft keyrt þarna fram hjá og hafði enga vitneskju um dásemdina sem leyndist þarna fyrir innan!
Starfsfólkið í móttökunni á Hilton Reykjavík Nordica lagði línurnar að dásamlegu innliti okkar í himnaríki, með æðislegri móttöku og viðmóti, sem litaði alla upplifun og dvöl okkar á hótelinu. Frábær sólahringur frá upphafi til enda. Og starfsfólk hótelsins bætir heilli stjörnu á hótelið ef ekki meira.
Hótelið er æðislegt, kósýheit út í gegn! Herberg...
October 5, 2016
Jæja áður en heilinn á mér brennur yfir um af náms ítroðslu og við fjúkum út í buskann í þessu roki, þá bókaði ég mér ferð til Glasgow :D
Þetta er að verða árlegur viðburður hjá mér, að skreppa í smá skotferð og fata fjölskylduna upp fyrir árið, 98% fatakaupa, versla ég erlendis. Það munar svakalega miklu peningalega fyrir okkur að geta haft þetta svona. Gisting í Glasgow er ódýrt og allar búðir í göngufæri.
Í þrjú skipti af þeim fjórum ferðum sem ég hef farið í til Glasgow að versla þá hef ég verið ófrísk, svo ég hlakka svakalega mikið til að versla í þessari ferð og geta mátað föt í minni réttu fatastærð :D
Elstu dætur mínar hafa komið með í eitthvað af ferðunum, sem var mjög fínt því þá gat ég nýtt brot af farangursheimild þeirra, en þær eru farnar að vera aðeins of duglegar að versla sjálfar og því ekki mikið sem hægt er að nýta af þeirra farangursheimild lengur!
Mynd frá Glasgow heimferð 2014
Og önnur óskýr mynd af mér, aðeins að versla í Glasgow ;) Ég...
September 5, 2016
Við fórum í Hrútatungurétt síðastliðinn laugardag. Og eins og ég vissi þá var elsta deildin spenntust fyrir kaffitímanum og eggjasamlokunum ;)
Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer í réttir og er ekki með eina til tvær svefnkerrur í dilknum hjá okkur. Þar sem Bæron er ekki vanur að taka lúr fyrir hádegi þá skildi ég auðvitað kerruna eftir heima, þetta var pínu skemmtileg tilbreyting þegar ég var að pakka í bílinn kvöldinu fyrir réttir.
Það varð svo reyndar úr að Bæron vaknaði um sexleytið á réttardaginn og steinsofnaði því í bílnum á leiðinni í réttirnar svo ég sat bara út í bíl hjá honum þegar við vorum komin og leyfði honum að sofa, hefði verið sterkur leikur að kippa með sér kerru ;)
Undanfarin ár hef ég mjög lítið verið að draga fé, ég hef annað hvort verið í hliðinu og passað yngstu börnin mín í leiðinni eða labbað um í almenningnum með barn í fanginu og bendi einhverjum öðrum á féð sem við eigum, og slepp þar að leiðandi við að vera eins og blett...
August 14, 2016
Ég skrapp með yngri deildina hringinn í kringum landið :) Helga systir mín býr á Breiðdalsvík og á von á sínu fyrsta barni núna í september. Ég var búin að segja henni að ég myndi kíkja í heimsókn í sumar og kippa barnadóti með mér. Sumarið er svo allt í einu að verða búið og því skelltum við okkur af stað.
Síðasta sumar fórum við í fyrsta sinn til Breiðdalsvíkur, þá keyrðum við norðurleiðina og fannst okkur sú bílferð aldrei ætla að taka enda.
Núna þurfti ég að keyra eina skvís í bæinn og ná í dót þar svo ég ákvað að þetta væri fín tímasetning til að skella sér til Breiðdalsvíkur og fara þá suðurleiðina.
Við fórum héðan á þriðjudagskvöldinu, gistum í bænum, skutluðum einni dömu af okkur á Selfoss um morguninn og vorum lögð af stað til Breiðdalsvíkur klukkan 7 á miðvikudagsmorgni. Og vá! Það var svo æðislegt að keyra þessa leið austur, svo margt að sjá að mér fannst þessi leið mun fljótari að líða heldur en þegar við fórum norður leiðina.
Að sjá Vatnajökul, Skeiðarársand, Jökul...
August 9, 2016
Laugardagsmorguninn 6. ágúst klukkan hálf níu, vorum við mætt á Sauðárkrók á fótboltamót!
Ég er ekki sú allra sterkasta í að vakna fyrir klukkan 6 á morgnana en þetta hafðist ;)
Ég er líka líklega ein af þeim lélegri "soccer mom" sem til eru ;) og hef í raun mjög lítið vit á fótbolta...
Ég er alltaf með yngri deildina með mér og stýrir það reyndar svolítið miklu. Jú ég er á mótssvæðinu, ég mæti og horfi á leikina þegar Skjöldur og Frosti eru að keppa.
Næ oftast að horfa á leikina frá upphafi til enda..
Ég hvet liðið og kalla inn á völlinn, ég veit alls EKKI alltaf hver staðan er því ég er oft önnum kafin við að hugsa um yngri deildina. Veit í raun sjaldnast hver staðan er. En mér finnst mjög gaman að fylgjast með strákunum mínum spila :D
Laugardagurinn var fínn, æðislegt veður og yngri deildin náði að dunda sér vel, en sunnudagurinn var mun kaldari, allir í úlpum og kuldaskræfan ég ekki uppá mitt besta, vindbarin og engan vegin að nenna að vera...
August 4, 2016
Fjölskylduhátíðinni Þjóðhátíð í Eyjum 2016 lokið og við lifðum það af ;) Helgin var reyndar æðisleg! Það var hlýtt allan tímann og sól á daginn sem gerði helgina mun skemmtilegri og auðveldaði allt varðandi yngstu börnin. Við slógum upp tjaldbúðum í garðinum hjá annarri af systrum Alberts sem búa í Eyjum. Mögulega hefði þurft grenndarkynningu á tjaldbúðunum og fjörinu í garðinum en þetta slapp til þetta árið ;)
Perla kom ekki með okkur en hún mun 100% koma með á næsta ári ;) Magnea dóttir Gísla bróður míns kom með okkur í staðin, svo kom Arna elsta dóttir Alberts og var líka með okkur yfir helgina.
Við vorum með systkinakerru og einsæta kerru með okkur svo við löbbuðum í dalinn á fjölskyldudagskrána á daginn og kaffitími í hvítatjaldinu. Strollan svo öll heim í kvöldmat, börnum pakkað í útigalla, kerrurnar fylltar af allslags snakki og drykkjum og allir aftur í dalinn eftir mat, í brekkuna og nutum kvölddagskrán...
May 5, 2016
Lokaprófin hjá mér búin, bara ein verkefnaskil eftir en við bara gátum ekki beðið lengur og tókum smá forskot á sumarfríið. Skelltum okkur í bæinn og fórum í Þjóðleikhúsið á Hróa Hött. Sýningin var æðisleg, Gói er náttúrulega bara snillingur og Salka Sól alveg frábær. Krakkarnir voru mjög ánægð með leikritið, sviðsmyndin var ótrúlega skemmtileg og langaði þeim flestum að prófa að hlaupa upp brattann og renna sér niður ;) Allir alveg til fyrirmyndar og horfðu stillt á sýninguna til enda. Skjöldur hafði orð á því eftir sýninguna að þetta væri besta leiksýning sem hann hefur séð til þessa ☆
Dásamlegu börnin mín á yndislegum degi, tókum nokkrar tilraunir í að ná mynd þar sem allir horfðu á myndavélina ;) Bæron var ansi snöggur að hlaupa af stað svo ég varð að vera snögg að smella af og vona það besta
Aldursröðin mín ❤ Bæron var ekkert á hraðferð hér en sól og vindur vildu setja sinn svip á myndina
Elsku Eldon minn búinn að hrufla á sér nefið og sólin enn...